Skákmót í Brekkuskóla

Nk. laugardag, 26. janúar verður haldið skákmót fyrir börn í sal Brekkuskóla.

Þennan dag er skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara.

Sérstaklega verður vandað til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar.

Mótið er opið börnum á grunnskólaaldri og þau sérstaklega hvött til að mæta sem verið hafa í skákkennslu í vetur.

Mótið hefst kl. 10 og stendur í u.þ.b. tvo tíma. Skráning á staðnum frá kl. 9.30