Skipulag skólastarfs 23. nóvember - 1. desemember 2020

Skipulag skólastarfsins fyrir dagana 23. nóvember til og með 1. desember. 

Allir nemendur verða í staðnámi en áfram verður nokkur skerðing á skólastarfinu sérstaklega hjá nemendum í 7.-10. bekk sem munu ljúka sínum skóladegi fyrr en venjulega og fá ekki mat í skólanum. List- og verkgreinar ásamt valgreinum verða ekki kenndar í 8. -10. bekk. 

Ef til þess kemur að starfsfólk vantar getur þurft að senda nemendahópa heim.  

Íþróttir og sund koma inn skv. stundaskrá hjá 1. - 7. bekk.  Í 8. - 10. bekk verða útiíþróttir en hefðbundin sundkennsla.    

Skylda er að nemendur í 8. - 10. bekk komi með grímur og þurfa því miður að hafa þær allan tímann í skólanum nema þegar þeir fara í  útifrímínútur/íþróttir eða á meðan þau borða nesti sem þau þurfa að taka í heimastofu.  

Ávaxta- og mjólkuráskrift verður í boði en því miður ekki hafragrautur.  Ekki er gert ráð fyrir að nemendur noti samlokugrill eða örbylgjuofn í skólanum.

Nemendur koma inn um sína venjulegu innganga nema 2. bekkur sem heldur áfram að ganga inn að austanverðu. 

Mæting og viðvera árganga: 

1. - 3. bekkur kl. 8 -13:10 og Frístund f. skráð börn í 1. og 2. bekk

4. bekkur kl. 8 -  og skóla lýkur skv. stundaskrá

5. bekkur kl. 8:05 - og skóla lýkur skv. stundaskrá

6. bekkur kl. 8:10 - og skóla lýkur skv. stundaskrá

7. bekkur kl. 8:15  - 12:20

8. bekkur kl. 8 -11:40

9. bekkur kl. 8 - 11:40

10. bekkur kl. 8 - 11:40

Því miður er ekki hægt að bjóða upp á Frístund fyrir 3. bekk.

Öll umferð um skólann verður áfram takmörkuð eins og mögulegt er og foreldrar eru beðnir um að virða það.