Skólasetning 24. ágúst.

Skólabyrjun í Brekkuskóla verður með öðru sniði þetta haustið vegna aðstæðna í samfélaginu.  Foreldrum og nemendum 1. bekkjar verður boðið að koma í samtöl fyrir skólabyrjun dagana 20. og 21. ágúst.  Þeir fá nánari upplýsingar í tölvupósti frá kennurum.  

 

Mánudaginn 24. ágúst verður skólasetning hjá 2. - 10. bekk í stað samtala. Skólasetningin verður án foreldra.

Mæting hjá nemendum verður á sal: 

  • 2.- 4. bekkur kl.9:00 
  • 5. - 7. bekkur kl. 9:30 
  • 8. - 10. bekkur kl. 10:00

Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur þar sem þeir fá upplýsingar um skólastarfið framundan.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst hjá öllum árgöngum. 

Frístund verður opin frá og með 24.ágúst skv. dagatali Frístundar og skráningu nemenda í Frístund. Foreldrar/aðstandendur sem sækja börnin í Frístund eða í lok skóladags eru beðnir um að sækja börnin í forstofu Frístundar en fara ekki inn á ganginn.