Skólastarf eftir páska

Í ljósi aðstæðna verður breytt skipulag á skólastarfi eftir páskafrí. Breytingarnar snúa helst að innra skipulagi og hafa þær ekki áhrif á skóladag nemenda. Við þekkjum þessar aðstæður vel og verðum því fljót að aðlaga okkur.  

Skólahald í Brekkuskóla hefst samkvæmt stundaskrá hjá öllum árgöngum kl. 8 þriðjudaginn 6. apríl. 

Við minnum svo á almennar sóttvarnir og mikilvægi þess að halda börnum heima ef þau eru veik eða með einkenni um veikindi. 
Eins og staðan er nú þá er skólinn lokaður foreldrum og öðrum utanaðkomandi aðilum til 15. apríl.