Söngsalur helgaður Degi íslenskrar tungu

Sannkölluð söngstemning var í skólanum á miðvikudaginn þegar við héldum söngsal þar sem íslenskri tungu var gert hátt undir höfði. Ívan Méndez tónlistarkennari leiddi sönginn og spilaði undir á gítar. Við sungum  nokkur lög saman og má þar helst nefna lagið „Á íslensku má alltaf finna svar" ásamt fleiri lögum sem tónuðu vel við tilefni dagsins.

Dagurinn markaði einnig mikilvæg tímamót í skólastarfi hjá 4. bekk og 7. bekk, því nú er formlegur undirbúningur hafinn fyrir bæði Stóru upplestarkeppnina og Litlu upplestarkeppnina. Þetta er spennandi tími sem fer í hönd þar sem nemendur leggja rækt við vandaðan upplestur og framsögn.