Stóra upplestrarkeppnin 2018

Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.  Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri.  Fulltrúar Brekkuskóla voru þær Arnfríður Kría Jóhannsdóttir og Steingerður Snorradóttir og varamenn þeirra þau Guðrún Bergrós Ingadóttir og Tómas Óli Ingvarsson. Þau stóðu sig öll vel og tryggði Arnfríður Kría okkur þriðja sæti í keppninni.  Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni.  Við erum óendanlega stolt af okkar fólki.