Þarftu að losna við jólatré? - fjáröflun 10. bekkinga

10. bekkingar bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatréð heim til ykkar og koma því í endurvinnslu. Einnig getið þið óskað eftir því að þau komi flugeldarusli í þar til gerða gáma.

1500 kr. fyrir jólatré

500 kr. fyrir flugeldarusl

Þetta fer þannig fram að þið pantið þjónustuna með tölvupósti á gudrunhanna@akmennt.is (Guðrún Hanna), greiðist inn á reikning 10. bekkinga (0162-26-105868. Kt. 410498-2009) Við komum svo heim til ykkar og hirðum tréð og flugeldaruslið úr garðinum ykkar seinni partinn föstudaginn 7. Janúar.

Hlökkum til að aðstoða ykkur :-)

Bestu kveðjur, 10. bekkur í Brekkuskóla