Þemadagar í Brekkuskóla maí 2022

Þemadagar voru haldnir í Brekkuskóla 5. og 6. maí. Yfirskrift þemadaganna að þessu sinni var umhverfið, sjálfbærni og mannúð. Hefðbundið bóknám var því lagt til hliðar og nemendur unnu að ýmsum samvinnuverkefnum.  

Nemendur 7. – 10. bekkjar völdu á milli sköpunarvinnu, útivistar eða góðverka. Nemendur í góðverkahóp heimsóttu meðal annars dagdvalargesti á Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Þar var spjallað, spilað, farið í göngutúra og leikfimi. Mátti vart á milli sjá hvor hópurinn hafði meira gagn og gaman af þessari heimsókn, unglingarnir eða eldri borgararnir.