Í næstu viku heldur nemendaráð spennandi þemadaga og hvetur alla nemendur og starfsfólk til að taka þátt. Hér er dagskráin:
Mánudagur – Höfðufatadagur
Mætið með skemmtilegt eða frumlegt höfuðfat – húfur, hatta, buff eða hvað hugurinn segir.
Þriðjudagur – Treyjudagur
Treyjurnar fá að njóta sín – hvort sem það er uppáhaldsíþróttaliðið, fyndin mynd eða hlý peysa.
Miðvikudagur – Öfugsnúinn dagur
1.–6. bekkur mætir í fötum á röngunni og 7.–10. bekkur fær að upplifa skemmtilega breytingu þar sem kennarar kenna eina lotu í annarri námsgrein en þeir eru vanir!
Fimmtudagur – Engin skólataska
Settu dótið þitt í eitthvað annað en hefðbundna skólatösku – pokar, kassar, körfur, koddaver... aðeins sköpunargleðin setur mörk!
Föstudagur – Náttfatadagur
Vikan endar í rólegheitum á náttfatadegi.
Nemendaráð hvetur alla til að taka þátt og gera vikuna skemmtilega
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is