Textasamkeppnin Fernuflug, sem fór af stað í byrjun skólaárs, hefur notið mikilla vinsælda meðal grunnskólanema. Um 1.200 textar bárust í keppnina þar sem nemendur í 8.–10. bekk voru hvattir til að skrifa um efnið „Hvað er að vera ég?“.
Alls verða 48 textar birtir á mjólkurfernum MS og þrír þeirra eru eftir nemendur í Brekkuskóla. Textarnir verða myndskreyttir og birtir með nöfnum höfunda, aldri og skóla. Gert er ráð fyrir að nýju Fernuflugsfernurnar verði komnar í verslanir fljótlega eftir áramót.
Textarnir þrír sem valdir voru úr Brekkuskóla eru „Innra lag“ eftir Karólínu Orradóttur, 14 ára, „vera“ eftir Lilju Björt Schiöth, 13 ára, og „Hvað er að vera ég?“ eftir Þórhildi Evu Helgadóttur, 14 ára.
Hér er slóð á síðu verkefnisins þar sem sjá má nánari úrslit og lista yfir textahöfunda.
|
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is