Unicef söfnun

Framlög Brekkuskóla í Unicef söfnunina enduðu í 131.984 krónum. Það er frábær árangur! Fjölmörg ómerkt framlög bárust frá Akureyri svo ef til vill er upphæðin hærri í raun.

Til marks um hversu góður árangur þetta er, þá eru hér nokkur dæmi um það sem UNICEF getur útvegað fyrir þessa upphæð:

  • Tvær vatnsdælur, en börn hafa oft það hlutverk að flytja vatn um langan veg og komast því ekki í skóla. Vatnsdælur geta því skipt miklu máli fyrir börn og nám þeirra.
  • ... eða 5.802 skammta af bóluefni gegn mænusótt. Þar til fyrir stuttu gekk vel að útrýma þeim sjúkdómi með markvissum bólusetningum, en nú hefur hann breiðst út meðal barna í Sýrlandi eftir langvarandi átök þar í landi.
  • Námsgögn fyrir 2.513 börn.
  • 2.436 poka af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn - oftast þurfa þau ekki meira en 3 poka á dag í nokkrar vikur til að ná fullum bata. 

 Eins og sjá má er hægt að gera ansi mikið gagn fyrir peninginn, margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.

Unicef þakkar okkur kærlega fyrir þátttökuna í ár.