Unicef söfnun

 

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 241.357 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef.  Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið.

Fyrir þessa upphæð er hægt að hjálpa ótalmörgum börnum. Sem dæmi væri hægt að kaupa námsgögn fyrir 460 börn. Það er líka hægt að kaupa 12 skóla í kassa og búa til skóla fyrir 480 börn í neyðaraðstæðum. Fyrir upphæðina sem safnaðist væri líka hægt að kaupa 6 vatnsdælur, en slíkar dælur spara börnum gríðarlegan tíma sem annars fer í ganga langar leiðir til að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Börnin eiga þá frekar tíma til að sækja skóla.   Jarðhnetumauk bjargar lífi barna sem ekki hafa fengið nóg að borða og eru orðin veik. Fyrir þessa upphæð er hægt að kaupa 5.890 skammta af jarðhnetumauki. Það er ótrúlega mikið! Og mun hjálpa svo mörgum börnum.

 

Unicef þakkar fyrir framlagið og áhugann á réttindum barna!