Upplestrarhátíð hjá 4. bekk

 Í dag, 28. apríl var haldin upplestrarhátíð hjá 4. bekk.  Lesin voru ljóð, bæði einslega og með kórlestri. Nemendur hófu hátíðina með söng og tónlistaratriðum. Í lokin var svo boðið upp á hressingu og sýningu á myndverkum sem nemendur höfðu unnið í tengslum við textana sem voru fluttir.  Nemendur stóðu sig frábærlega enda hafa þeir æft sig vel í allan vetur en það gera þeir m.a. með yndislestri sem er á hverjum degi og með PALS þjálfun. 

Takk fyrir skemmtunina krakkar!