Útivistardagur 8. september

Í dag lögðu nemendur Brekkuskóla land undir fót og nutu útivistar í fallegu veðri og umhverfi.  Yngri nemendur fóru í Lystigarðinn, Matjurtagarða Akureyrar og Naustaborgir.  Eldri nemendur hjóluðu inn í Kjarna, gengu upp í Gamla og einn hópur fór á Golfvöllinn þar sem kúlur voru slegnar. Elstu nemendurnir gengu upp á Ystuvíkurfjall.  Dagurinn gekk í heildina vel og má sjá nokkrar myndir hér.