Útivistardagur á morgun fimmtudag

Á morgun fimmtudaginn 11. september ætlum við að skella á útivistardegi þar sem veðurútlit er nokkuð gott. Hér fyrir neðan er gróft skipulag fyrir árgangana: 

  1. bekkur fer í nærumhverfi skólans, mæting kl. 8:10 í skóla
  2. bekkur fer í Naustaborgir, mæting kl. 8:10 í skóla
  3. bekkur tekur upp kartöflur í Gróðrastöð, mæting kl. 8:10 í skóla
  4. bekkur hjólar í Kjarnaskóg og gengur upp í Gamla, mæting kl. 8:10 í skóla
  5. bekkur hjólar inn að Hömrum, mæting kl. 8:10 í skóla
  6. bekkur hjólar inn að Hömrum, mæting kl. 8:10 í skóla
  7. – 10. bekkur gengur inn Glerárdal eða upp á Súlur (nemendur eru búnir að velja hvora leiðina þeir ætla að fara, mæting kl. 8:15 á bílaplan við Súlur.  (Gömlu ruslahaugarnir)   Þeir nemendur sem ekki geta fengið far uppeftir mæta í skóla og verður ekið uppeftir. 

Nánari upplýsingar munu koma í tölvupósti frá umsjónarkennurum.

 

Með útivistar og góðviðriskveðju frá starfsfólki Brekkuskóla