Útivistardagur 3. mars

Fimmtudaginn. 3. mars er áformaður útivistardagur í Brekkuskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall.  Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.  Unnið er að því að kanna þörf fyrir búnað fyrir nemendur og þurfum við að senda þær upplýsingar upp í fjall á þriðjudaginn.  Hægt verður að fara á svigskíði, bretti, gönguskíði. 8.-10. bekk er boðið að taka þátt í gönguferð í stað þess að fara á skíði/bretti. Þá er  gengið niður úr fjallinu og farið í pottinn á eftir. Umsjónarkennarar þurfa að halda utan um skráningu þeirra sem ætla í göngu. Nemendur fá lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim.  Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans með símtali eða tölvupósti. Athugið að nemendur eru þá á eigin vegum eftir að rútur skólans eru farnar.Þegar nemendur koma til baka í skólann fá þeir hádegisverð, yngstu nemendurnir fara í eina kennslustund en fara að því búnu heim (eða í Frístund ef þeir eru skráðir þar). Áætlaða heimferðartíma má sjá hér á eftir: Tímasetningar: Nemendur mæta í stofur klukkan 8 samkvæmt stundaskrá þar sem merkt verður við þá. Farið verður frá skólanum sem hér segir:  8. – 10. bekkur kl. 08:15  4. – 7. bekkur kl. 08:45  1. – 3. bekkur kl. 09:15   Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:  1. – 3. bekkur kl. 11:30  4. – 7. bekkur kl. 12: 00  8. – 10. bekkur kl. 12:30 ATHUGIÐ! Nemendur þurfa að koma með til umsjónarkennara skriflegt leyfi að heiman ef þeir ætla að vera lengur en heimferð segir til um uppi í fjalli ( í boði fyrir 6. – 10. bekk). Nemendur þurfa þá að koma sér heim í samráði við foreldra sína.   Þegar komið er í skóla aftur verður matur í matsal og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. Nemendur í 1-3. bekk byrja á að borða þegar þeir koma úr fjallinu, fara síðan í sínar stofur þar sem skólaliðar fylgjast með þeim þangað til kennarar taka við þeim og eru með nemendum til 13:10. Útbúnaður:     Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar.     Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma)     Mikilvægt  er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði.     Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum og húfunni.     Nesti:  nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.