Við unnum!

Brekkuskóli gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í Skólahreysti. Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni og þar kepptu nemendur í grunnskólum Akureyrar sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Liðið okkar skipuðu Birnir Vagn Finnsson, Saga Margrét Blöndal, Magnea Vignisdóttir, Sævaldur Örn Harðarson, ásamt Maríu Arnarsdóttur og Einari Ingvasyni. Þjálfari þeirra hann Jói Bjarna hefur stutt dyggilega við liðið sem hefur lagt afar hart að sér við æfingar í vetur og uppsker nú eftir því. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma.