Fréttir

Deiliskipulag við Brekkuskóla

Frá foreldrafélaginu. Fundur verður haldinn um deiliskipulag á svæðinu við Brekkuskóla mánudaginn 22. okt. kl 20:00 í Brekkuskóla. Fundarefni eru tillaga skipulagsdeildar og tillagan "börn og bílastæði" frá  Arnari Má Arngrímsyni og Pétri Halldórsyni sem sjá má í Akureyri vikublað. Semja texta til að senda inn sem athugunasemd við það  deiliskipulag sem nú er í umsögn. En skila þarf umsögnum fyrir þann 24. okt. Við hvetjum alla foreldra sem þetta varðar og vilja hag  barna sinna sem mestan til að mæta http://www.akureyrivikublad.is/lesa/2.arg/40tbl_2argangur_Akureyri-vikublad.pdf http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_uppd.pdf http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_greinarg.pdf Kveðja  Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira

Forritunarkennsla í 7. bekk

Brekkuskóli tók þátt í verkefninu TækniFæri í boði Samtaka Upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) þar sem nemendur í 7. bekk tóku fyrstu skrefin í forritun með Skema. Skema þakkar starfsfólki og nemendum Brekkuskóla fyrir skemmtilegan og kraftmikinn dag þar sem starfsfólk, fræðslustjóri og nemendur forrituðu saman :) Ekkert smá gaman að sjá hvað Brekkuskóli á Akureyri er tilbúinn að taka á móti tækninni.- Rakel Sölvadóttir Fleiri myndir frá námskeiðinu hér Viðtal við Rakel Sölvadóttur á mbl.is í dag 8. október
Lesa meira

Einelti - fræðsluerindi

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 11. október í Félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12 kl. 16.30 – 18.00. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR, EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Allir velkomnir! Kynningarbréf
Lesa meira

Unglingar frá Akureyri taka þátt í Landsmóti Samfés

Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á föstudaginn 5. október og stendur í þrjá daga. Frá Akureyri fara fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í félagsmiðstöðvaráðum og sækja valgreinina félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400 unglingum á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Trója

Félagsmiðstöðin Trója er staðsett í Rósenborg og er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla og Oddeyrarskóla. Starfsmenn Tróju veturinn 2012-2013 eru:
Lesa meira

Útivistardagur

FRESTAÐ! Miðvikudaginn 3. október er áætlað að allur skólinn fari í fjallgöngu til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í göngu af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Farið verður í göngur sem hér segir:
Lesa meira

Snillingar - námskeið

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 22.okt.-21.nóv. á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15).  Nánari upplýsingar má finna hér. Umsóknareyðublað.
Lesa meira

Foreldrar og skóli

Foreldramappa hefur nú verið afhent öllum foreldrahópum innan skólans. Foreldrum hefur einnig verið skipt upp í þrjú starfstímabil innan hvers árgangs. Listi yfir hópana er nú í vinnslu og verður brátt hægt að nálgast þá hér á síðunni. Þeir sem halda á "keflinu" fá möppuna í hendur og leiða vinnuna innan hvers árgangs. Það er von stjórnenda skólans og stjórnar foreldrafélagsins að þetta fyrirkomulag styðji við foreldrasamstarfið innan árganga.
Lesa meira

Starfsdagur

Mánudaginn 26. nóvember er starfsdagur í Brekkuskóla. Þá eru nemendur í leyfi og Frístund er lokuð fyrir hádegi.
Lesa meira

Göngum í skólann

Í ár tekur Ísland þátt í sjötta skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann verkefnið í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 5. september og lýkur á alþjóðlega deginum 3. október n.k.
Lesa meira