29.03.2012
Morgunmóttaka í 5. bekk fer fram föstudaginn 30. mars kl. 08:00 - 09:00. Hún fer þannig fram að foreldrar eru boðnir sérstaklega velkomnir í
skólann í óformlega móttöku að morgni. Í matsal eru seldar brauðbollur og kaffi sem 6. bekkur selur til styrkjar skólaferðalagi þeirra
í vor. Kynning á samfélagsfræðiverkefni 5. bekkja fer fram á sal skólans. Kennslustofur nemenda eru opnar á meðan á heimsókn
stendur.
Lesa meira
29.03.2012
Brekkusvision er hæfileikakeppni sem fram fer innan miðstigs og efsta stigs. Í dag fór fram Brekkuvision á miðstigi og komu margir hæfileikaríkir
nemendur fram í undankeppnum innan bekkja í vikunni. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Eyþór Ernir Pálsson 5.
ÁÁ. Óskum við honum innilega til hamingju en verðlaunagripurinn verður varðveittur í kennslustofu bekkjarins.
Myndir frá keppninni.
Lesa meira
26.03.2012
1. - 4. bekkur fékk frábæra heimsókn í dag. Það voru Ernest Camilo Aldazabal Valdes dansari frá Kúbu og Anna Richardsdóttir
gjörningadanslistakona frá Akureyri. Hér má nálgast myndir frá danssýningunni sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Áhorfendur fengu
tækifæri til að taka þátt sem vakti ekki síður mikla kátínu. Myndirnar tala
sínu máli. Sýningin var í boði foreldrafélags Brekkuskóla og eru þeim færðar sérstakar þakkir.
Lesa meira
23.03.2012
Næsta skólaheimsókn fer fram mánudaginn 26. mars og miðvikudaginn 28. mars kl. 10:30.
Myndir frá heimsókninni 26. mars eru komnar inn hér. Myndir frá heimsókn síðari
hópsins miðvikudaginn 28. mars er hér.
Lesa meira
23.03.2012
Í tilefni af morgunmóttöku skrifuðu nemendur 6. bekkja ljóð um hvernig það er að vera þau. Mörg falleg og vel skrifuð
ljóð litu dagsins ljós.
Lesa meira
10.03.2012
Þann 7. mars síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í húsakynnum MA. Fyrir hönd Brekkuskóla kepptu þau Gunnar Sigurðsson úr 7. KI og Sylvía Siv Gunnarsdóttir úr 7. GÞ og stóðu þau
sig með stakri prýði.
Lesa meira
04.03.2012
Þann 8.-10. febrúar síðastliðin dvaldi 4. bekkur í Brekkuskóla í skólabúðum á Kiðagili í
Bárðardal. Farið var í rútu frá Brekkuskóla klukkan 8:30 og ekið sem leið lá að Kiðagili í Bárðadal.
Lesa meira
23.02.2012
Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla fær árleg framlög frá foreldrum nemenda í skólanum en í ár hafa greiðslur borist
frá helmingi heimila. Foreldrar og nemendur geta leitað til foreldrafélagsins í ýmsum tilgangi t.d. þegar þörf er fyrir styrki til
bekkjarferða út fyrir bæinn, ferðir á leiksýningar, spilakaup o.fl. sem nýtist nemendum. Einnig hefur foreldrafélagið gefið
skólanum gjafir í gegnum tíðina.
Stjórn foreldrafélagsins vill hvetja foreldra til að leggja sitt á vogarskálarnar og greiða árgjaldið þannig að fleiri fjölskyldur
komi að því að safna í foreldrafélagssjóðinn.
Vinir Brekkuskóla í heimabankanum er reikningur frá foreldrafélagi Brekkuskóla.
Góðar kveðjur,
Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira
21.02.2012
Myndir frá Góðverkadögum eru komnar inn á vefinn og má nálgast hér. Ýmis góðverk hafa
verið í innt af hendi bæði heimafyrir í skólanum. Kennarar og nokkrir nemendur 10. bekkja leystu starfsfólk í blönduðum störfum af
á meðan þau fóru á fund. Gæsluðu þau ganga og skólalóð.
6. bekkingar heimsóttu 1. - 3. bekk og sýndu þeim töfrabrögð og buðu upp á andlitsmálun. Skemmtileg stemning það.
Lesa meira
20.02.2012
Nýjar myndir af verkefnum eftir nemendur í 5., 6. og 7. bekk eru komnar inn á vefinn okkar.
Lítið endilega við.
Lesa meira