Námsbækur

Langflestar námsbækur eru keyptar hjá Námsgagnastofnun þar sem skólinn fær úthlutað kvóta til námsgagnakaupa þaðan.

Um áramótin 2007 – 2008 tók í gildi nýtt fyrirkomulag varðandi úthlutun á fjármagni til námsbókakaupa þar sem fleiri bókaútgáfur en Námsgagnastofnun fá kost á gerð námsgagna fyrir skóla. Það fyrirkomulag byggir á þremur stoðum. Stofnaður hefur verið námsgagnasjóður sem fær fjárveitingu á fjárlögum sem skipt er á milli skólanna í landinu í samræmi við nemendafjölda og stærð. Einnig hefur verið stofnaður þróunarsjóður námsgagna, sem ætlað er að styðja við nýsköpun og þróun í samningu og útgáfu námsefnis. Starfsemi Námsgagnastofnunar helst jafnframt áfram óbreytt.

Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að sú úthlutun sem við hljótum nýtist sem best. Annars vegar eru þetta bækur sem nemendur  fá lánaðar meðan unnið er með viðkomandi námsefni. Þeim á að skila eftir notkun og því skiptir mjög miklu máli að vel sé um þær gengið. Hins vegar fá nemendur til eignar margvíslegar verkefna- og vinnubækur sem eru einnota sem ætlast er til að þeir vinni í. Allar fjölnota námsbækur eru skráðar út af skólabókasafni skólans.

Glati nemandi eða skemmi kennslubók sem hann er með í láni frá skólanum, verður hann að greiða nýtt eintak.Umsjónarkennari afgreiðir nýja kennslubók í samráði við aðstoðarskólastjóra. Nýja eintakið er greitt hjá ritara skólans.

Umsókn um afhendingu nýrrar kennslubókar.

(Síðast uppfært í okt 2017)