04.02.2011
8. bekkur fór nýstárlega leið til að læra um þyngdaraflið...myndir má sjá hér....
Lesa meira
03.02.2011
Glatt var á hjalla á
100 daga hátíðinni hjá 1.bekk. Gengið var um skólann með
gleðisöng svo undir tók.Nemendur hafa í vetur lært að telja einingar og tugi upp í hundrað og fengu að velja 10x10
góðgæti í kramarhús sem þeir höfðu föndrað. Kennararnir þeirra Ragnheiður og Sigrún bökuðu í tilefni dagsins
100 muffins og blésu í 100 blöðrur sem hengdar voru upp í skólastofunum. Einnig unnu nemendur verkefni í ritun og stærðfræði tengt
hátíðinni. Myndir má sjá hér og undir "myndir" á grænu valstikunni efst á
heimasíðunni.
Lesa meira
28.01.2011
Kynningarfundur um val á grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu
fulltrúar skólanna kynna þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema. Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl.
09:00-11:00 eftirtalda daga í febrúar:
Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli
Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli
Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli
Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli
Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli
SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is/
Lesa meira
24.01.2011
Á föstudaginn er 4. og 5. bekk boðið á sýninguna "Bláa gullið" sem sýnd er Hofinu.
Í sýningunni fjalla þrír trúðar um vatn, þeir leika m.a. vatnsmólikúl sem ferðast um í tíma og rúmi; frýs
fast í jökli, hafnar inní risaeðlu, gufar upp og rignir niður.
Það er Borgarleikhúsið, Norðurorka, Rarik, Menningarhúsið Hof, Leikfélagið Akureyrar, Landsvirkjun, Flugfélag Íslands og KEAsem
bjóða nemendum á sýninguna.
Lesa meira
21.01.2011
Bæklingurinn um umgengnisreglur og skýru mörkin er kominn á heimasíðuna og má einnig nálgast hér.Þar er að finna skólareglurnar og hvernig
við vinnum samkvæmt Uppbyggingarstefnunni.
Lesa meira
14.01.2011
Nýjar myndir úr smíðum, hand- og myndmennt hafa verið settar inn. Þær má
sjá hér sem og undir flipanum MYNDIR efst á valstiku.
Lesa meira
11.01.2011
Bæklingurinn um umgengnisreglur og skýru mörkin er kominn á heimasíðuna og má einnig nálgast hér.Þar er að finna skólareglurnar og hvernig
við vinnum samkvæmt Uppbyggingarstefnunni.
Lesa meira
06.01.2011
Hvað er Uppbygging?
Sjálfstjórn og sjálfsagi.
Að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
Að læra af mistökum í samskiptum og vaxa af því.
Lesa meira
21.12.2010
Kæru nemendur, foreldrar, forráðamenn og starfsmenn Brekkuskóla,
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið hátíðarinnar.
Við sjáumst síðan á nýju ári og hefjum það með nemendaviðtölum 4. og 5. janúar.
Kennt verður samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar.
Stjórnendur
Lesa meira