Fréttir

Morgunmóttaka hjá 4. bekk á föstudaginn

Næstkomandi föstudag verður 4. bekkur með morgunmóttökuna sína. Morgunmóttökur eru frá klukkan 08:00-09:00 og er þá nokkurskonar opið hús. Foreldrar geta komið með barninu sínu, fengið sér kaffi og brauðbollu í matsalnum og litið við í stofu. Oft eru nemendur með verkefni til sýnis eða kynna það sem þau hafa verið að vinna að. Verðskrá fyrir brauðbollu er 150.- kr og kaffi 50.- kr. Ágóði rennur í sjóð hjá 6. bekk.
Lesa meira

Morgunmóttaka hjá 8.-10.bekk 22. nóv uppbyggingarkynning

Morgunmóttökur eru frá klukkan 08:00-09:00 og er þá nokkurskonar opið hús. Foreldrar geta komið með barninu sínu, fengið sér kaffi og brauðbollu í matsalnum og litið við í stofu. Oft eru nemendur með verkefni til sýnis eða kynna það sem þau hafa verið að vinna að. Verðskrá fyrir brauðbollu er 150.- kr og kaffi 50.- kr. Ágóði rennur í sjóð hjá 10. bekk.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 1. bekk

Mikið var um gleði þegar foreldrar mættu í morgunmóttöku hjá 1. bekk á þriðjudaginn. Foreldrar settust á skólabekk og lærðu um þarfirnar undir handleiðslu barna sinna.
Lesa meira

Framhald verður af hreyfistrætó

N4 ætlar að ganga með Hreyfistrætó í næstu viku Skráning í hreyfistrætó - þátttaka foreldra og nemenda er hér.
Lesa meira

Galíleósjónaukar að gjöf

Brekkuskóla voru færðir að gjöf tveir stjörnusjónaukar "Galíleó" auk heimildarmyndarinnar Horft til himins og tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem gefið var út á ári stjörnufræðinnar 2009.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf komið út

og má nálgast það hér...
Lesa meira

Morgunmóttökur þessa viku

Morgunmóttaka verður hjá 1.bekk þriðjudaginn 9. nóv. niðri í stofum þar verður foreldrum boðið upp á kaffisopa.  Morgunmóttaka verður hjá 7.bekk föstudaginn 12. nóv.
Lesa meira

Þemadagar og haustfrí

Þá er seinni degi þemadaga að ljúka...
Lesa meira

Hreyfistrætóinn er kominn í gang!

Kæru foreldrar. Nú er „hreyfistrætóinn“ kominn í gang. Þegar hafa nokkrir foreldrar skráð sig til leiks en betur má ef duga skal. Við hvetjum alla foreldra í til að skrá sig inn á heimasíðu Brekkuskóla (www.brekkuskoli.is) undir tenglinum „Hreyfistrætó“. Þar má einnig sjá kort með leiðunum. Skráningin er einföld og aðgengileg. 1.      Smella HÉR2.      Finna ykkar leið – gula (Helgamagrastræti- Brekkuskóli), rauða (Þórunnarstræti-Ásvegur- Brekkuskóli), græna (Langamýri-Brekkuskóli), bláa (Álfabyggð-Brekkuskóli). 3.      Velja dag sem ykkur hentar . Skrá nafn og símanúmer . Smella á save. Með góðri kveðju, undirbúningsnefnd Nánar má lesa um Hreyfistrætó hér á heimasíðu Brekkuskóla og í bréfi sem foreldrar fengu í tölvupósti síðasta fimmtudag.
Lesa meira

Hreyfistrætó - Upplýsingar og skráning

Nú á haustdögum mun  verða gerð tilraun með verkefnið „hreyfistrætó“, en megin markmið þess er að hvetja  öll börn til að ganga í skólann og á sama tíma að minnka umferð við Brekkuskóla.  Valdar hafa verið 4 gönguleiðir og merktar inn á kort ásamt  „strætóstöðvum“og er ætlunin að eitt foreldri taki að sér að ganga eina leið einu sinni til tvisvar á 6 vikna tímabili og því fylgja börnunum í skólann og gæta að öryggi þeirra. Eftir því sem nær dregur skólanum bætast fleiri börn við í hópinn en þau bíða á sér merktum "stöðvum" eftir að hópurinn fari framhjá. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að börn þurfi ekki yfir umferðaþungar götur frá heimili sínu.
Lesa meira