16.12.2010
Þessi fríði hópur vann Brekkuvision unglingastigs.
Lesa meira
15.12.2010
Eftir frábæra keppni stóðu þrír drengir eftir sem sigurvegarar í Brekkuvisíon miðstigs.
Þeir Aðalsteinn, Óli og Sólon í 7. ÁÁ fengu farandbikar til varðveislu til næsta árs og verður hann í stofunni
þangað til.
Við óskum þeim kærlega til hamingju og þökkum öllum þeim sem þátt tóku kærlega fyrir sem og þeim sem komu að skipulagi
og framkvæmd.
Fleiri myndir má sjá undir myndir hér að ofan á val-slá.
Lesa meira
14.12.2010
Hægt er að nálgast það hér...
Lesa meira
14.12.2010
Kæru foreldrar
Á fundi stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla, þann 6. desember síðastliðinn, var ákveðið að
hætta með verkefnið Hreyfistrætó. Stjórnin vill þakka þeim foreldrum og nemendum sem lögðu verkefninu lið og gerðu okkur mögulegt
að halda Hreyfistrætó gangandi í 10 vikur.
Lesa meira
10.12.2010
Lokaverkefni hjá valgreinunum: Söngur og framkoma, tónlist og tölvur og stórhljómsveit. Félagsmálaval sá um umgjörð
hátíðarinnar sem og auglýsingar. Heimilisfræðihópur sá um veitingar fyrir þátttakenndur og 10. bekkur var með kaffi og
vöfflusölu.
Heimir, Hanna Dóra og Anna Guðný voru kennarar valhópanna og tókst kvöldið mjög vel að þeirra sögn. Nemendur stóðu sig með
mikilli prýði. Myndir af kvöldinu má sjá hér...
Lesa meira
10.12.2010
Birna Baldursdóttir úr KA og Emil Gunnarsson úr Stjörnunni voru í dag útnefnd blakkona og blakmaður ársins 2010 af Blaksambandi
Íslands.
Lesa meira
09.12.2010
1. bekkur fór í heimilsfræðistofuna í vikunni og bakaði "jólatré". Nemendur sem og kennarar skemmtu sér
konunglega og lagði dásamlegan ilm um ganginn. Nemendur fengu síðan að fara með afraksturinn heim. Myndir má sjá hér...
Lesa meira
06.12.2010
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Ákveðið hefur verið af stjórnendum og kennurum að beina því til ykkar
að senda nemendur ekki með boðskort í afmæli í skólann til dreifingar. Slíkt hefur valdið vandræðum. Hægt er að nota mentor til
að senda á foreldra með því að haka við foreldra sem eiga að fá póst og senda boðið rafrænt.
Kveðja,
stjórnendur
Lesa meira
23.11.2010
Í tilefni af 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar var efnt til smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk í samstarfi Háskólans á
Akureyri og Akureyrarbæjar við grunnskóla Akureyrar. Þema keppninnar var Framtíðarsýn-Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur
bókarverðlaun og þann heiður að hringja Íslandsklukkunni þann 1. desember.
Annað sætið hlaut Sigurlaug Birta í Brekkuskóla.
Sagan hennar þykir frumleg en um teiknimyndasögu er að ræða. Myndirnar eru vandaðar og tengingar milli myndaramma góðar. Ákveðin
framtíðarsýn kemur myndrænt fram og allur frágangur góður.
Þriðja sætið hlaut Ari Orrason í Brekkuskóla. Sagan hans er vel upp byggð með góðum
myndlíkingum. Söguþráður er frumlegur og fyndinn.
Fyrsta sæti fór í Glerárskóla en það var Viðar Guðbjörn Jóhannsson sem skrifaði
þá sögu.
Lesa meira