Fréttir

Skólabyrjun ágúst 2017

Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst. Boðun í samtöl verður send í tölvupósti. Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist. Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira

Unicef söfnun

Framlög Brekkuskóla í Unicef söfnunina enduðu í 131.984 krónum. Það er frábær árangur! Fjölmörg ómerkt framlög bárust frá Akureyri svo ef til vill er upphæðin hærri í raun.
Lesa meira

Námsgögn haustið 2017

Akureyrarbær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs.
Lesa meira

Vorskóli

Dagana 22. og 23. maí verður væntanlegum 1. bekkingum boðið í Brekkuskóla.
Lesa meira

Fréttabréf desember

Fréttabréf desembermánaðar er komið út, þar má m.a nálgast upplýsingar um Litlu-jólin, Erasmus+ verkefni og vinaverkefni sem unnið var á yngsta stigi. 
Lesa meira

Starfsdagur 28. nóvember

Mánudaginn 28. nóvember verður starfsdagur hjá starfsfólki Brekkuskóla og nemendur í fríi, frístund verður opin fyrir hádegi fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Tónleikar á sal

Í morgun fengum við góða heimsókn frá Tónlistarskólanum á Akureyri.  Grunnsveitin spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi og var með kynningu á hljóðfærunum.  Tónleikarnir tókust með afbrigðum vel og voru nemendur til fyrirmyndar, bæði áhorfendur og hljóðfæraleikarar.  Takk fyrir okkur!
Lesa meira

Eldvarnarvika hjá 3. bekk

3. bekkur fékk góða heimsókn slökkviliðsmanna í tilefni af eldvarnarviku slökkviliða um land allt.  Rætt var um eldvarnir og fengu börnin að skoða brunabílinn.  Í framhaldi af því svöruðu börnin getraun og fengu ýmsar viðurkenningar fyrir m.a. handbók heimilisins um eldvarnir.  Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

2. og 7. bekkur- Dagur íslenskrar tungu 16. nóv

Miðvikudagurinn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Sá dagur markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar. Af því tilefni unnu nemendur í 2. og 7. bekk saman.  Lásu nemendur í 7.bekk fyrir vinabekk sinn og svo unnu allir saman við að skrifa sögu. Nokkrar myndir hér:
Lesa meira

Viðbrögð við óveðri

Viðbrögð í grunnskólum þegar tvísýnt er um færð og veður 1.       Meginreglan er sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki á ferli.  2.      Ef skólahald fellur niður þá sendir skóladeild tilkynningu þess efnis á RÚV og Bylgjuna fyrir kl. 7.00 að morgni. 3.       Öllum skólum ber að setja tilkynningu á heimasíðu í þeim tilfellum sem tvísýnt er með veður og færð eða þegar skólahald er fellt niður. Einnig skulu skólar senda út póst í Mentor með sömu tilkynningu. 4.       Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt foreldra/ forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skóla og fylgi nemendum í 1.-7. bekk inn í skólann. Mikilvægt er að láta vita í skólann í netfangið brekkuskoli@akureyri.is ef barnið er heima.  5.       Ef skólahaldi er ekki aflýst er tryggt að starfsfólk sé til staðar á auglýstum skólatíma í öllum skólum. Börn sem koma í skólann eru ekki send heim áður en skólatíma lýkur.
Lesa meira