Fréttir

Skólabyrjun í ágúst

Skólabyrjun skólaárið 2010 - 2011 hefst með viðtölum við nemendur og foreldra dagana 23. - 24. ágúst 2010. Boð í viðtal verður sent út á rafrænu formi (í netpósti) um það bil viku áður. Mat til undirbúnings viðtölunum fer fram í námsumhverfinu Mentor á vefnum mentor.is þar sem foreldrar eru beðnir um að svara spurningum ásamt börnum sínum af bestu sannfæringu. Opnað verður fyrir spurningarnar (matið) 18. ágúst 2010. Foreldrar nýrra nemenda í skólanum eru beðnir um að hafa samband við ritara skólans í ágúst til að að fá sent aðgangsorð í Mentorkerfið, hafi þeir ekki þegar fengið aðgang.
Lesa meira

Sumarleyfi

Afgreiðsla skrifstofu Brekkuskóla er lokuð vegna sumarleyfa til og með 6. ágúst 2010. Hægt er að ná í stjórnendur skólans samkvæmt eftirfarandi upplýsingum: Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri  
Lesa meira

Skólaslit vorið 2010

Skólaslit Brekkuskóla fóru fram í dag. Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri þakkaði nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir vel unnin verk. 58 nemendur útskrifuðust úr 10. bekk og fjórir starfsmenn hætta störfum nú í vor. Það eru þær Sigurbjörg Jónsdóttir, Björg Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Lórenzdóttir og Oddný Snorradóttir.
Lesa meira

Útileikir og grill 2010

Veðrið lék við okkur í morgun þegar við lékum okkur og grilluðum. Foreldrafélag Brekkuskóla fékk Magna til að vera með okkur og vakti það mikla lukku. Pylsurnar runnu því ljúflega niður. Myndir frá þessum vel heppnaða degi má finna hér.
Lesa meira

Líf og fjör vorið 2010

Það hefur ýmislegt gengið á undanfarið í Brekkuskóla. Nemendur og kennarar hafa verið í liðakeppnum, vettvangsferðir hafa verið tíðar, vatnsstríð var háð í 7. bekk og svona mætti lengi telja. Teknar hafa verið myndir af þessum atburðum, en nokkrar þeirra birtast hér að þessu sinni. Fleiri myndir bætast vafalaust við á næstu dögum.
Lesa meira

Myndir frá miðstigsballi

10. bekkur hélt ball nú í vor fyrir miðstigið eða 5. - 7. bekk. Farið var í ýmsa leiki og teknar voru líflegar myndir af hópum nemenda. Það má greinilega merkja að krakkarnir hafi skemmt sér vel. Kíkið endilega á myndirnar hér á síðunni.
Lesa meira

Skóladagatal 2010 - 2011

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á vefinn. Nánari skýringar á dagatalinu munu birtast við skólalok hér á Brekkuskólavefnum.
Lesa meira

Ferilmöppudagar

Framundan eru ferilmöppudagar á yngsta- og miðstigi. Þeir verða sem hér segir: 7. bekkur 2. júní 6. bekkur 4.júní 5. bekkur 27. og 28. maí 4. bekkur 1. og 4. júní 3. bekkur 8. júní 2. bekkur 8. júní 1. bekkur 8. júní Nánari tímasetningar eru samkvæmt boðun frá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Námsmatsdagar í 8. - 10. bekk

/* /*]]>*/ Vikuna 25. - 28. maí eru námsmatsdagar á elsta stigi. Próf byrja kl. 08:30. Þriðjudagur 25. maí: Stærðfræði hjá 8. og 9. bekk, íslenska hjá 10. bekk. Miðvikudagur 26. maí: Enska í 8. og 9. bekk, stærðfræði hjá 10. bekk. Fimmtudagur 27. maí: Danska hjá 8. og 9. bekk, enska hjá 10. bekk. Föstudagur 28. maí: Íslenska hjá 8. og 9. bekk, danska hjá 10. bekk. 10. bekkur tekur prófin á sal skólans. 8. og 9. bekkur í stofum. Próftími er 1,5 klst. og 2 klst. fyrir þá sem þurfa lengri tíma.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla verður haldinn þriðjudaginn 1. júní kl. 20:00 á sal skólans. Fundarefni:
Lesa meira