Fréttir

Hjólaleiktæki og reiðhjól.

Úr skólanámskrá: Reiðhjól, hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól Nemendum er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára.  Það er mjög mikilvæt að gengið sé vel frá hjólum við skólann. Reiðhjól eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð foreldranna að nemendur noti öryggishjálm. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð.
Lesa meira

Notið veðurblíðunnar.

Veðrið hefur leikið við okkur og börnin tekið því fagnandi þegar farið er út fyrir dyr í ýmis konar hreyfingu.  Næstu vikur má gera ráð fyrir að nemendur fari í kennslu utandyra og skreppi í vettvangsferðir í næsta nágrenni.
Lesa meira

Unglingarnir fá sér graut í frímínútum

Í maímánuði bjóðum við upp á hafragraut í fyrstu frímínútum hjá nemendum í 8. - 10. bekk. Nemendur hafa nýtt sér boðið vel.
Lesa meira

Vorskóli 2009 fyrir 5 ára nemendur

Verðandi nemendum í 1.bekk í Brekkuskóla skólaárið 2009 – 2010 stendur til boða að koma í Vorskóla dagana 11. – 12. maí milli kl.14:30 og 16:30 báða dagana.
Lesa meira

SAFT - stofnun ungmennaráðs

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.  
Lesa meira

Kirkjulistavika kærkomin í nærsamfélagi skólans

Mánudaginn 4. maí fóru börnin í 1.bekk ásamt kennurum sínum á hádegistónleika í Akureyrarkirkju og hlustuðu á negrasálma. Það var  Haukur Ágústsson, söngvari, og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, sem fluttu sálmana. Nemendurnir hlustuðu með athygli og kunnu bersýnilega að njóta stundarinnar. Kærar þakkir til flytjenda og aðstandenda kirkjulistaviku frá Brekkuskóla.
Lesa meira

Sýnismöppudagar í næstu viku hjá 5. og 7. bekk

Sýnismöppudagar verða í næstu viku hjá 7. bekk en sýnismöppudögum í 5. bekk er frestað um viku. Á sýnismöppudögum bjóða nemendur  foreldrum sínum í skólann til að skoða sýnishorn af verkum vetrarins. Nemendur hafa safnað verkunum saman í möppu og rökstyðja þau val verkefnanna og ígrunda markmið fyrir komandi skólaár.
Lesa meira

Próftafla unglingastigs 25. - 28. maí 2009

Prófadagar í 8. - 10. bekk verða dagana 25. - 28. maí 2009. Prófin standa yfir frá kl.08:30 - 10:00. Nemendur fara heim að loknu prófi. Prófdagar verða framvegis teknir af skertum dögum. Gert er ráð fyrir að fjórir dagar verði teknir í maí en enginn í desember á næsta skólaári. Yngri nemendur taka skertu dagana í tilbreytingardaga sem dreifast á skólaárið. Próftafla og lesefni í 8. bekk Próftafla og lesefni í 9. bekk Próftafla og lesefni í 10. bekk  
Lesa meira

Prjónað úti í góða veðrinu.

Sólin skín og kennarar farnir að fara meira út með börnin til að leyfa þeim að njóta veðurblíðunnar. Ágústa handmenntakennari fer gjarnan með sína nemendur út ef færi gefst og í morgun voru ungar prjónakonur búnar að koma sér fyrir í einu skotinu. Þær kvörtuðu reyndar sáran yfir hita og ofbirtu, en ætli þær venjist því ekki fljótt? Verkefnin framundan í skólanum einkennast af útiveru og vettvangsferðum. Njótum góða veðursins og minnum hvort annað á að brosa með hjartanu.  
Lesa meira

Foreldrafundir vegna valgreina í 8. - 10. bekk á næsta skólaári

Mánudaginn  27. apríl, klukkan 17:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal  Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 7. bekk.  Mánudaginn  27. apríl, klukkan 18:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 8.  og 9. bekk.  Vonumst til að sjá  ykkur sem flest. Sigríður Kristín Bjarnadóttir, deildarstjóri unglingastigs. Steinunn Harpa Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Lesa meira