Fréttir

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

                                                          Frá því að ákveðið var að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls helgað þennan dag rækt við það, í góðu samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga enda virðist dagur íslenskrar tungu hafa náð góðri fótfestu í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu ber upp á sunnudag að þessu sinni. Dagarnir í kring verða því nýttir til að hafa íslenskuna í öndvegi.  Heimasíða dags íslenskrar tungu hefur að geyma hugmyndabanka og upplýsingar um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem menntamálaráðherra afhendir árlega 16.nóvember.
Lesa meira

Myndir á vefnum

Við stejum inn myndir af helstu viðburðum skólastarfsins hér á vef skólans. Allar myndir eru undir tengli á valstikunni hér að ofan og mun þeim fjölga smátt og smátt næstu daga. Myndir frá árshátíðarskemmtun í elstu árgöngunum eru hér.              Brosum - það er svo miklu léttara!
Lesa meira

Forvarnardagurinn er 6. nóvember

Forvarnardagurinn er fimmtudaginn 6. nóvember. Dagskrá 9. bekkjar þennan dag færist yfir á mánudag vegna árshátíðarvinnu nemenda. Foreldrar/forráðamenn og starfsmenn skólans eru hvattir til að helga daginn forvörnum. Benda má á eftirfarandi niðurstöður Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt Forvarnardagur 2008 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Nánari upplýsingar á http://www.forvarnardagur.is/
Lesa meira

Undirbúningur árshátíðar í 8. - 10. bekk

Í þessari viku verður  undirbúningur árshátíðar í gangi hjá 8. - 10. bekk. Unnið verður fyrir hádegi þriðjudags til föstudags en valgreinar eftir hádegi munu halda sér. Umsjónarkennarar halda utan um bekkinn sinn og undirbúa með þeim sýningu og dansleik fyrir föstudaginn. Foreldrasýning verður fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17:00
Lesa meira

Leikjabók Brekkuskóla

Íþróttakennarar Brekkuskóla hafa sett saman leikjabók sem komin er í gagnið. Bókin er hugsuð fyrir starfsfólk skólans við störf í frjálsum tíma á skólalóð til að leiðbeina börnum við leik og koma af stað leikjum. Bundnar eru vonir við að leikjabókin verði hvatning til fjölbreyttra leikja og hreyfingar meðal nemenda skólans. Í bókinni eru 25 leikir með leiðbeiningum auk þess sem nokkrir innileikir fá að fljóta með. Fremst í bókinni er yfirlitsmynd af skólalóðinni þar sem svæðin hafa verið merkt sem ábending um hepplegan stað fyrir hvern leik.
Lesa meira

61% nemenda gangandi eða hjólandi

Óformleg könnun var gerð meðal nemenda skólans á  "Göngum í skólann deginum". Niðurstöður eru þær að um 61% nemenda komu í skólann með eigin vöðvaafli þ.e. gangandi eða hjólandi. 2,5% nemenda koma með strætó og ganga því hluta leiðarinnar. 13% koma með skólabíl og 18% með einkabíl. 5,5% nemenda voru fjarverandi. Tvær bekkjardeildir tóku ekki þátt í könnuninni.  
Lesa meira

Breyting á samræmdum prófum í 10. bekk

Af vef Menntamálaráðuneytisins um breytingar á samræmdum prófum sem tekur gildi skólaárið 2009 - 2010: Breytingar á samræmdum prófum í grunnskólum Í nýjum grunnskólalögum nr. 91/2008, sem tóku gildi sl. sumar, er kveðið á um breytingar á samræmdum prófum í grunnskólum. Ýmsar spurningar hafa vaknað vegna framkvæmdar nýrra laga og því vill menntamálaráðuneyti taka fram eftirfarandi: Í 39. gr. segir að nemendur í fyrri hluta 10. bekkjar skuli þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Þessi nýju próf teljast ekki vera lokapróf í grunnskóla líkt og þau samræmdu próf sem hingað til hafa tíðkast í 10. bekk. Megintilgangur samræmdra könnunarprófa er að veita skólum, nemendum og foreldrum upplýsingar um stöðu nemenda og skapa færi á að styðja við nám þeirra í viðkomandi greinum áður en grunnskólanámi lýkur. Samræmd könnunarpróf eiga ekki að liggja til grundvallar inntöku nemenda í framhaldsskóla eins og verið hefur undanfarin ár. Þar sem ný lög tóku ekki gildi fyrr en í sumar reyndist ekki gerlegt að skipuleggja samræmd könnunarpróf er halda mætti nú í haust. Þess vegna mæla lögin fyrir um að könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði skuli haldin að vori 2009 fyrir þá nemendur sem nú eru á síðasta ári í grunnskóla. Grunnskólanemendur sem áður hafa þreytt samræmd lokapróf skulu þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Frá og með skólaárinu 2009-2010 verða samræmd könnunarpróf haldin að hausti. Prófin verða sambærileg þeim sem tíðkast hafa í 4. og 7. bekk. Hvorki verða haldin sjúkrapróf né skipaðir trúnaðarmenn eins og tíðkaðist við framkvæmd samræmdra lokaprófa. Vakin er athygli á að samræmd könnunarpróf í 10. bekk eru einungis ætluð nemendum í viðkomandi árgangi. Loks vill ráðuneytið benda á að skv. 26. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla um val í námi eiga grunnskólanemendur rétt á að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi samhliða námi í grunnskóla. Það er þó háð því að þeir hafi sýnt til þess fullnægjandi færni að mati skólastjóra viðkomandi grunnskóla, sem veitir nemendum heimild til slíks náms samkvæmt viðmiðum sem sett verða í aðalnámskrá grunnskóla. Afnám samræmdra lokaprófa á því ekki á nokkurn hátt að torvelda grunnskólanemendum að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi.
Lesa meira

Skólabíll samræmduprófsdagana

Skólabíll fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október Aukaferðir vegna samræmdra prófa Hafnastræti / Glerhúsið 08:45 Aðalstræti  /Brynja 08:46 Aðalstræti / Duggufjara 08:47 Aðalstræti / Naustafjara 08:48 Krókeyrarnöf/Naustabraut 08:49 Stekkjartún 08:50 Stallatún / Lækjartún 08:51 Vallartún / Mýrartún 08:52 Sómatún / Sporatún 08:53 Kjarnagata / SVA v/leikskóla 08:54 Hjallatún  / Hamratún 08:55 Laugargata   / Brekkuskóli 08:56 Heim, fyrst í Naustahverfi og síðan Innbæ klukkan 12:30 SG
Lesa meira

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu. Það fylgir því mikil ábyrgð að annast börn, hvar í stétt sem við stöndum. Virðum líðan og tilfinningar barnanna, völdum þeim ekki óþarfa áhyggjum með óábyrgri, einsleitri umræðu. Ábyrgð, væntumþykja, tillitsemi, jákvæðni og von eru gildi sem vert er að virða og virkja á þeim óvissutímum sem nú eru í algleymingi. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei. Aðgát skal höfð í nærveru sálar  F.h. Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.  Sjöfn Þórðardóttir formaður. Afritað af vef: http://www.heimiliogskoli.is/
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar

Þú nálgast fréttabréf októbermánaðar hér
Lesa meira