31.08.2018
Útivistardagur Brekkuskóla verður miðvikudaginn 5.september næstkomandi.
Mismunandi er hvert hvaða bekkur fer en ítarlegar upplýsingar munu berast í tölvupósti á mánudag. Það sem er mikilvægt að muna fyrir svona dag er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vindum ásamt því að þeir taki með sér hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Mikilvægt er að huga vel að skóbúnaði og taka góða skapið með
Lesa meira
08.08.2018
Nú eiga foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk að hafa fengið póst vegna skráningar í frístund fyrir veturinn. Staðfesting fyrir skólaárið 2018-2019 fer fram miðvikudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00
Lesa meira
21.06.2018
Fimmtudaginn 14. júní, fór fram afhending á viðurkenningum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Úr hópi þeirra er fengu viðurkenningu voru Tumi Snær Sigurðarson nemandi og Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi.
Lesa meira
21.06.2018
Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 241.357 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið.
Lesa meira
08.05.2018
Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Má þar nefna júdó, boccia, dans, golf, panna, pókó, körfubolti, dodgeball, paintball og sund. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira
04.05.2018
Nemendur í 7.-9. bekk fengur í morgun kynningu á valgreinum fyrir næsta vetur og fengu auk þess í hendurnar valblöð sem fylla þarf út og skila til Steinunnar námsráðgjafa eða Dennu í síðasta lagi miðvikudaginn 9.maí.
Lesa meira
02.05.2018
Lið Brekkuskóla keppir til úrslita í kvöld.
Lesa meira
25.04.2018
Foreldrafélag Brekkuskóla gaf skólanum dásamlega sumargjöf sem er "Pannavöllur".
Við þökkum íþróttakennurunum Kára og Sigfríð ásamt Friðriki umsjónarkennara fyrir að eiga veg og vanda að því að fá „Pannavöll“ til okkar og setja hana upp.
Íþróttakennarar munu kynna leikreglur fyrir nemendum sem eru:
# Leikmenn: 1 á móti 1 eða 2 á móti 2.
#Hægt er að skora mörk með því að:
-Skora beint í mark= 1 mark.
-Skjóta í gegnum klof og ná boltanum aftur = 1 mark.
-Skjóta í gegnum klof og skora = sigur.
#Leikurinn er upp í 1,2 eða 3 mörk (oftast 2 mörk).
#Ef boltinn fer út af þá byrjar leikmaðurinn sem á boltann við sitt mark.
#Ef leikmaður sparkar boltanum beint út af vellinum þá er hann úr leik og næsti í röðinni kemur inn á völlinn.
#Ef leikmaður hefur sigrað 5 leiki í röð þá fer hann út af og næsti kemur inn á.
Lesa meira