Fréttir

Viðurkenning og gleðilegt sumar

Fimmtudaginn 14. júní, fór fram afhending á viðurkenningum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Úr hópi þeirra er fengu viðurkenningu voru Tumi Snær Sigurðarson nemandi og Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi.
Lesa meira

Unicef söfnun

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 241.357 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið.
Lesa meira

Brekkuskólaleikar 2018

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Má þar nefna júdó, boccia, dans, golf, panna, pókó, körfubolti, dodgeball, paintball og sund. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Valgreinar fyrir skólaárið 2018-2019

Nemendur í 7.-9. bekk fengur í morgun kynningu á valgreinum fyrir næsta vetur og fengu auk þess í hendurnar valblöð sem fylla þarf út og skila til Steinunnar námsráðgjafa eða Dennu í síðasta lagi miðvikudaginn 9.maí.
Lesa meira

Skólahreysti-úrslitin ráðast í kvöld

Lið Brekkuskóla keppir til úrslita í kvöld.
Lesa meira

"Pannavöllur" gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Brekkuskóla gaf skólanum dásamlega sumargjöf sem er "Pannavöllur". Við þökkum íþróttakennurunum Kára og Sigfríð ásamt Friðriki umsjónarkennara fyrir að eiga veg og vanda að því að fá „Pannavöll“ til okkar og setja hana upp. Íþróttakennarar munu kynna leikreglur fyrir nemendum sem eru: # Leikmenn: 1 á móti 1 eða 2 á móti 2. #Hægt er að skora mörk með því að: -Skora beint í mark= 1 mark. -Skjóta í gegnum klof og ná boltanum aftur = 1 mark. -Skjóta í gegnum klof og skora = sigur. #Leikurinn er upp í 1,2 eða 3 mörk (oftast 2 mörk). #Ef boltinn fer út af þá byrjar leikmaðurinn sem á boltann við sitt mark. #Ef leikmaður sparkar boltanum beint út af vellinum þá er hann úr leik og næsti í röðinni kemur inn á völlinn. #Ef leikmaður hefur sigrað 5 leiki í röð þá fer hann út af og næsti kemur inn á.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í Brekkuskóla 17. apríl 2018

Litla upplestrarkeppnin var haldin við hátíðlega athöfn á sal Brekkuskóla 17. apríl 2018. Nemendur í 4. bekk lásu ljóð og sögur fyrir áheyrendur í sal. Einnig voru tónlistaratriði í boði 4. bekkjar. Nemendur stóðu sig frábærlega enda búnir að leggja mikið á sig og æfa upplestur í allan vetur. Takk fyrir skemmtunina krakkar!
Lesa meira

Við unnum!

Brekkuskóli gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í Skólahreysti. Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni og þar kepptu nemendur í grunnskólum Akureyrar sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Liðið okkar skipuðu Birnir Vagn Finnsson, Saga Margrét Blöndal, Magnea Vignisdóttir, Sævaldur Örn Harðarson, ásamt Maríu Arnarsdóttur og Einari Ingvasyni. Þjálfari þeirra hann Jói Bjarna hefur stutt dyggilega við liðið sem hefur lagt afar hart að sér við æfingar í vetur og uppsker nú eftir því. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma.
Lesa meira