Fréttir

FAR Fest Afríka

Hópur trommara frá Guineu í vestur Afríku kom í heimsókn í Brekkuskóla í dag. Heimsóknin er í tengslum við Far fest Afríka hátíðina sem verður haldin á Akureyri dagana 9. - 11. maí.
Lesa meira

Skólaleikur 2019

Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl.
Lesa meira