Fréttir

Nýtt símkerfi

Þriðjudaginn 30.10.2018 (e.kl. 8) verður unnið við að setja upp nýtt símkerfi í Brekkuskóla. Við biðjumst velvirðingar á því að þetta getur valdið truflunum. Við hvetjum fólk til að senda okkur tölvupóst ef ekki næst í okkur í síma, netfangið: brekkuskoli@akureyri.is Við sendum upplýsingar um leið og þessari vinnu verður lokið.
Lesa meira

Norræna plastkapphlaupið

7. bekkur tók þátt í Norræna plastkapphlaupinu en það er kennsluhugmynd, þar sem athyglinni er beint að plastmengun í náttúrunni og gripið til aðgerða gegn henni. Þetta er kapphlaup við tímann – fyrir framtíð okkar allra og móður jörð. Krakkarnir stóðu sig vel og söfnuðu á 15 mínútum rusli sem fór í 3 fulla svarta ruslapoka.
Lesa meira

Forvarnardagurinn 3. október 2018

Í dag var forvarnardagurinn haldinn í Brekkuskóla eins og í flestum skólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er sérstaklega beint að unglingum í 9. bekk. Nemendur í 9. bekk í Brekkuskóla ræddu í hópum um hugmyndir sínar og tillögur um æskulýðs- og íþróttastarf og fjölskyldulíf sem eflir forvarnir.
Lesa meira

Forvarnardagurinn 3. október 2018

Í dag var forvarnardagurinn haldinn í Brekkuskóla eins og í flestum skólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er sérstaklega beint að unglingum í 9. bekk. Nemendur í 9. bekk í Brekkuskóla ræddu í hópum um hugmyndir sínar og tillögur um æskulýðs- og íþróttastarf og fjölskyldulíf sem eflir forvarnir.
Lesa meira

Bókagjöf 1. bekkur

Í morgun fengu nemendur í 1. bekk í hendur bréf sem þeir geta farið með á næsta almenningsbókasafn og fengið bók að gjöf. Er þetta í þriðja sinn sem IBBY gefur öllum sex ára börnum bók.
Lesa meira

Útivistardagur 5.september-FRESTAÐ til 6.september

Útivistardagur Brekkuskóla verður miðvikudaginn 5.september næstkomandi. Mismunandi er hvert hvaða bekkur fer en ítarlegar upplýsingar munu berast í tölvupósti á mánudag. Það sem er mikilvægt að muna fyrir svona dag er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vindum ásamt því að þeir taki með sér hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Mikilvægt er að huga vel að skóbúnaði og taka góða skapið með
Lesa meira

Frístund veturinn 2018-2019

Nú eiga foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk að hafa fengið póst vegna skráningar í frístund fyrir veturinn. Staðfesting fyrir skólaárið 2018-2019 fer fram miðvikudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00
Lesa meira