Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri. Fulltrúar Brekkuskóla voru þær Arnfríður Kría Jóhannsdóttir og Steingerður Snorradóttir og varamenn þeirra þau Guðrún Bergrós Ingadóttir og Tómas Óli Ingvarsson. Þau stóðu sig öll vel og tryggði Arnfríður Kría okkur þriðja sæti í keppninni. Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni. Við erum óendanlega stolt af okkar fólki.
Lesa meira

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Útivistardeginum hefur verið frestað um óákveðinn tíma
Lesa meira

100 daga hátíð í 1. bekk

Í dag fagna nemendur í 1. bekk degi 100 í skólanum:-) Nemendur og starfsfólk hélt daginn hátíðlegan með því að fara í skrúðgöngu um skólann og gæða sér á góðgæti sem nemendur söfnuðu í skreytta bréfpoka. Unnið var á fjölbreyttan hátt með tugi og auðvitað 100 og að sjálfsögðu var búið að skreyta skólann í tilefni dagsins. Við óskum nemendum í 1. bekk innilega til hamingju með daginn og erum óendanlega ánægð með hópinn. Sjá má nokkrar myndir frá deginum hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Útivistardagur 6. febrúar

Gert er ráð fyrir að dvelja í fjallinu fram að hádegi. Þeir nemendur í 3. - 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í fjallinu og munu umsjónarkennarar skrá hjá sér upplýsingar varðandi það. Þegar það er búið verður að athuga hvort ekki sé til búnaður fyrir alla. Sá möguleiki getur komið upp að ekki verði nægur búnaður því er mjög mikilvægt að allir sem eiga búnað komi með hann. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1. - 2. bekk noti eigin búnað eða skemmti sér á snjóþotum eða sleðum.
Lesa meira

Sigga Dögg - fræðsla fyrir foreldra barna í 8. -10. bekk

"Hvernig á ég að ræða við unglinginn minn um kynlíf?" Þriðjudaginn 30. janúar kl. 20 í Síðuskóla bjóða forvarna- og félagsmálafulltrúar á Akureyri foreldrum á fyrirlestur um kynlíf og klám með Siggu Dögg www.siggadogg.is. Sigga Dögg er kynfræðingur og hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri þar sem hún fjallar á opinskáan hátt um allt sem að við kemur kynlífi. Akureyrarbær leggur mikla áherslu á að vera í fararbroddi í forvarnarfræðslu og taka á þeim málum sem þurfa þykir hverju sinni. Í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í gegna ólíkir miðlar sífellt stærra uppeldishlutverki í lífi barna og unglinga. Kynfræðsla er ekki lengur einungis bundin við þá fræðslu sem skóli og foreldrar veita, heldur hefur hún í auknum mæli færst yfir til fjölmiðla. Markaðssetning á kynlífi sem er ætlað að höfða til barna og unglinga hefur aukist mjög á síðustu árum, til dæmis á netinu, í tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Börn og unglingar fá mörg misvísandi skilaboð um kynlíf úr fjölmiðlum sem leitt geta til ranghugmynda um það hvað telst vera eðlilegt kynlíf. Þessi þróun undirstrikar mikilvægi uppeldishlutverks foreldra og að þeir leggi grunn að gildismati barna sinna á þessu sviði. Börn og foreldrar þurfa að ræða saman um kynlíf, eins og hvern annan málaflokk. Skoðanir og gildi foreldra gagnvart kynlífi eru börnum og unglingum nauðsynlegt mótvægi við þeim misvísandi og villandi upplýsingum sem þau hafa greiðan aðgang að. Kynlíf er eðlilegur hluti af lífinu. Kynfræðsla fyrir börn og unglinga gerir þeim betur kleift að takast á við eigin tilfinningar og taka ákvarðanir sem stuðla að eigin kynheilbrigði. Með góðri fræðslu eru unglingar betur undir það búnir að takast á við þann félagslega þrýsting sem er í umhverfinu og þeir eru líklegri til að geta myndað gott og heilbrigt ástarsamband í framtíðinni. Þekking á kynlífi getur hjálpað þeim að vernda sig gegn kynferðislegri misnotkun og fyrir því að misnota aðra. Eðlilegt að fjölskyldan ræði um kynlíf. Fjölskyldan er ein sterkasta fyrirmynd barna og unglinga. Frá unga aldri hafa foreldrar samskipti við börn sín og miðla þekkingu til þeirra með beinum og óbeinum hætti. Umræða um kynlíf og allt sem því viðkemur er mikilvæg á öllum heimilum. Opin og góð umræða um kynlíf á heimilinu skilar sér m.a. í því að: – börn byrja seinna en ella að stunda kynlíf og eru ábyrgari þegar þau byrja – minni líkur eru á að þau sjái eftir því að hafa stundað kynlíf – minni líkur eru á ótímabærum þungunum og ofbeldi – minni líkur eru á kynsjúkdómum Kynfræðsla og opinská umræða um kynlíf skilar sér því í aukinni þekkingu og meðvitaðri ákvörðunartöku ungs fólks um kynlíf.
Lesa meira

Bókagjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla

Undanfarin ár hefur Foreldrafélag Brekkuskóla stutt við skólasafnið með veglegum peningagjöfum til bókakaupa og hefur þannig lagt sitt af mörkum til að nemendur hafi aðgang að nýju og fjölbreyttu lesefni. Í desember barst safninu enn og aftur gjöf frá Foreldrafélaginu, nemendur gerðu óskalista yfir bækur sem þá langar að lesa og fór skólasafnskennari og verslaði.
Lesa meira

Stjörnu-Sævar í heimsókn

Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar heimsótti 4. - 6. bekk í Brekkuskóla föstudaginn 15. desember.
Lesa meira