Fréttir

Nýr vefur Brekkuskóla

Nýr vefur Brekkuskóla var opnaður í dag, mánudaginn 4. september 2017. Það er von okkar að nýi vefurinn komi betur til móts við þarfir notenda. Vefurinn er hannaður þannig að hann stillir sig sjálfvirkt af fyrir þau tæki sem birta hann og hentar vefurinn því jafnvel til skoðunar á borðtölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur foreldrafélagsins í Brekkuskóla verður haldinn miðvikudaginn 6. september 2017 klukkan 20:00 í sal skólans.
Lesa meira

Skólabyrjun skólaárið 2017 – 2018

Þriðjudaginn 22. ágúst og miðvikudaginn 23. ágúst 2017 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið á flipa/flís sem er efst í vinstra horni á forsíðunni og bókað viðtal.
Lesa meira

Skólabyrjun ágúst 2017

Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst. Boðun í samtöl verður send í tölvupósti. Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist. Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira

Unicef söfnun

Framlög Brekkuskóla í Unicef söfnunina enduðu í 131.984 krónum. Það er frábær árangur! Fjölmörg ómerkt framlög bárust frá Akureyri svo ef til vill er upphæðin hærri í raun.
Lesa meira

Námsgögn haustið 2017

Akureyrarbær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs.
Lesa meira

Vorskóli

Dagana 22. og 23. maí verður væntanlegum 1. bekkingum boðið í Brekkuskóla.
Lesa meira

Fréttabréf desember

Fréttabréf desembermánaðar er komið út, þar má m.a nálgast upplýsingar um Litlu-jólin, Erasmus+ verkefni og vinaverkefni sem unnið var á yngsta stigi. 
Lesa meira

Starfsdagur 28. nóvember

Mánudaginn 28. nóvember verður starfsdagur hjá starfsfólki Brekkuskóla og nemendur í fríi, frístund verður opin fyrir hádegi fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira