Fréttir

Skákmót í Brekkuskóla

Nk. laugardag, 26. janúar verður haldið skákmót fyrir börn í sal Brekkuskóla. Þennan dag er skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Sérstaklega verður vandað til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar. Mótið er opið börnum á grunnskólaaldri og þau sérstaklega hvött til að mæta sem verið hafa í skákkennslu í vetur. Mótið hefst kl. 10 og stendur í u.þ.b. tvo tíma. Skráning á staðnum frá kl. 9.30
Lesa meira

Sparifataball 28. nóvember

Miðvikudaginn 28. nóvember ætla nemendur í 10.bekk að halda sparifataball fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.
Lesa meira

Nýtt símkerfi

Þriðjudaginn 30.10.2018 (e.kl. 8) verður unnið við að setja upp nýtt símkerfi í Brekkuskóla. Við biðjumst velvirðingar á því að þetta getur valdið truflunum. Við hvetjum fólk til að senda okkur tölvupóst ef ekki næst í okkur í síma, netfangið: brekkuskoli@akureyri.is Við sendum upplýsingar um leið og þessari vinnu verður lokið.
Lesa meira